Vesturland - Stefnumót við náttúruna
Vissir þú að á Íslandi eru rúmlega 120 svæði sem eru friðlýst? Þetta eru t.d. þjóðgarðar, fólkvangar, friðlönd, náttúruvætti og landslagsverndarsvæði sem eru vítt og breitt um landið. Mörg þessara friðlýstu svæða eru tilvalin til útivistar og heilsueflingar, með góða innviði og landverði sem taka vel á móti gestum.
Borgarfjörður - Stefnumót við náttúruna
Vesturland er örlátlega skreytt friðlýstum náttúruperlum og þrungið sögu. Og þið eruð öll velkomin.
Snæfellsnes - Stefnumót við náttúruna
Í sumar er upplagt að njóta þess sem Snæfellsnes hefur upp á að bjóða. Verið velkomin í þjóðgarðinn sem lumar á ævintýralegum jökli, úfnu hrauni og strandlengju sem á engan sinn líka. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður upp á daglegar göngur landvarða sem hlakka til að taka á móti ykkur í sumar.