Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestlenskir verðlaunahafar í Askinum 2019

Vestlendingar áttu marga fulltrúa í Askinum 2019 – Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki. Matarauður Vesturlands er mikill og því engin furða að vestlenskar matvörur hafi skipað sér í nokkur af efstu sætunum. Fjórar vestlenskar vörur hlutu gullverðlaun og tveir silfur.

Vörurnar komu víða að af Vesturlandi og fjölbreytnin var mikil. Nánari útlistingu á verðlaunahöfum keppninnar má finna á www.matarhatid.is

Markaðsstofa Vesturlands óskar verðlaunahöfum á Vesturlandi innilega til hamingju með árangurinn!

 

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði hlaut gullverðlaun í flokknum Ber, ávextir og grænmeti -sýrt fyrir pikklaðar radísur.

Matarhandverk úr fram-Skorradal hlaut gullverðlaun í flokknum Fiskur og sjávarfang fyrir birkireyktann urriða.

Rjómabúið Erpstaðir í Dölum hlutu gullverðlaun í flokknum Mjólkurvörur fyrir Sveitaskyr.

Bjargarsteinn Mathús í Grundarfirði hlaut gullverðlaun í flokknum Nýsköpun fyrir vöruna söl snakk.

Mýrarnaut á Mýrum hlaut silfur í flokkinum Kjöt og kjötvörur – hráverkað fyrir vöruna Nautasnakk.

Sauðfjárbúið Ytri – Hólmi við Akranes hlaut silfur í flokknum Kjöt og kjötvörur fyrir vöruna Taðreykt hangikjöt.