Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áhersluverkefni um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi formlega lokið

Áhersluverkefnið um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi er nú formlega lokið og lokaskýrsla komin út.

Nú er áhersluverkefnið um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi formlega verið lokið, og lokaskýrslan er komin út. Verkefnið var unnið á árunum 2023–2024 í samstarfi við sveitarfélög á Snæfellsnesi og byggir á víðtæku samráði við íbúa og hagaðila.

Hagaðilar, sveitarfélög og aðrir sem málið varðar eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og nýta hana sem grunn til frekari stefnumótunar og þróunar á móttöku skemmtiferðaskipa og ferðahópa á Snæfellsnesi.

Skýrslan dregur saman niðurstöður vinnu við að greina tækifæri og áskoranir sem fylgja fjölgun í komum skemmtiferðaskipa og vaxandi hópa ferðafólks á svæðið. Hún inniheldur m.a. tillögur um úrbætur á innviðum, skýrari boðleiðir fyrir þjónustuaðila og markvissa dreifingu gesta til að tryggja sjálfbæra og jákvæða upplifun fyrir bæði gesti og íbúa.

Skýrslan er nú aðgengileg á vef Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands og verður kynnt nánar á opnum fundum sem verða auglýstir þegar færð og veður leyfa.

Hér er hægt að skoða skýrsluna