Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021-2023 er komin út
Áfangastaðaáætlanir landshlutanna eru hugsaðar sem áætlanir um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála á tilteknu landsvæði og skilgreindu tímabili. Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021-2023 er nú komin út og má nálgast hana hér að neðan.
Áætlunin er gerð að frumkvæði stjórnvalda en unnin af stoðþjónustu ferðamála á umræddu svæði, í samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og hagaðila á hverjum stað.
Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að móta sameiginlega sýn og samræmdar áherslur varðandi stýringu, skipulag og stefnu um þróun ferðamála og uppbyggingu innviða á tilgreindu svæði.
Í vinnu við áfangastaðaáætlun er lögð áhersla á að ná góðri yfirsýn á stöðu mála og hverju svæði. Til dæmis hvað varðar legu lands og byggðamunstur, sérstöðu og sérkennum þess, menningu, innviðauppbyggingu og þróun ferðamála. Með því er hægt að vinna markvisst að aukinni samvinnu með áherslu á sérstöðu landshlutans og eflingu allra svæða.
Auk þess er mörkuð stefna og settar fram þær áherslur og leiðir sem fyrirhugað er að hafa að leiðarljósi við uppbyggingu, framþróun og stýringu á hinum ýmsu ferlum sem hafa áhrif á og ráða þróun og gæðum áfangastaðarins og atvinnugreinarinnar á umræddu svæði.
Áætlunin stuðlar þannig að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun en er einnig góður grunnur að aukinni samkennd, samráði og samstarfi.
Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2021-2023 byggir á fyrri áfangastaðaáætlun sem gefin var út í upphafi árs 2019. Markvisst hefur verið unnið eftir þeirri stefnumótun, markmiðum og aðgerðaáætlun sem þar var lögð fram ásamt því að vinan eftir áherslum og stefnumótun stjórnvalda varðandi framvindu ferðamála- og áfangastaðavinnu á Íslandi.
Smellið á myndina hér að neðan til að nálgast áætlunina: