Á döfinni
Ferðaleiðir
ÁSV kemur að þróun á ferða- og þemaleiðum um svæðin fjögur á Vesturlandi, þ.e. svæðið sunnan Skarðsheiðar, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali. Ferðaleiðirnar eru ákveðnar leiðir um svæðin þar sem notast er við þemu og sérstöðu til þess að draga fram sérstaka upplifun fyrir gesti svæðisins.
Þátttaka í ferðaleiðum felur í sér að hag- og þjónustuaðilar komi sér saman um ákveðin gildi og framsetningu sem varða aðgengi og þjónustu til þess að móta heildræna upplifun fyrir gestinn. Ferðaleiðir styrkja ímynd svæða, koma sérstöðu svæðisins á framfæri og styðja við markaðsetningu.
Ferðapakkar og þemaferðir
Unnið verður að samstarfs- og sprettverkefnum með samstarfsaðilum við samsetningu á fjölþættum ferðaleiðum, þema- og ferðapökkum, til að efla markaðssetningu og sölu á þjónustu á svæðinu. Þessar ferðaleiðir verða svo kynntar sérstaklega á vefmiðlum MSV.
Fyrsta "Sprettverkefnið" - Þróun ferðapakka fyrir skipafarþega sem koma í höfn á Akranesi
Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta er NORA verkefni sem kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.
- Verkefnið gengur út á að heimamenn í hverri höfn leggi línurnar og móti stefnu um hvernig þeir vilja taka á móti ferþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.
- Okkur finnst þetta NORA-verkefni vera kjörið tækifæri til að taka verkefnið lengra og hvetja þjónustuaðila á svæðinu til samstarfs við að gera ferðapakka til að bjóða skipafarþegum. Við ákváðum því að bjóða samstarfsaðilum Á&M upp á að taka þátt í sprettverkefni í vöruþróun til að setja saman nokkra upplifunar-, þjónustu- og ferðapakka sem henta skipafarþegum sem koma í land á Akranesi.
- Þá erum við aðallega að horfa til þjónustuaðila sem starfa á Akranesi, Hvalfirði, Kjós, Borgarfirði og Borgarnesi – eða á því svæði sem ætla má að geti boðið skipagestum upp á upplifun og ferðapakka meðan skipið stoppar í höfn á Akranesi.
- Því höfum við sett upp verkefnisáætlun sem miðar að því að vekja athygli fólks á tækifærunum sem felast í að taka á móti skipafarþegum og hvetjum þjónustuaðila til að taka þátt í þessu verkefni um stefnumótun og vöruþróun sem varðar móttöku skemmtiferðaskipa.
Hér má sjá helstu vörður verkefnisins:
Fyrsta kynningin verður í beinu streymi á Facebooksíðu Markaðsstofu Vesturlands þann 11. febrúar kl. 10:00. Hér má nálgast viðburðinn!
Hægt er að fylgjast með verkefnum Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands undir flipanum "Á döfinni" hérna neðst á síðunni.