Fara í efni

    Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

    Frystiklefinn í Rifi hlaut Eyrarrósina 2015

    Menningarhúsið Frystiklefinn í Rifi á Snæfellsnesi hlýtur Eyrarrósina 2015.

    Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005.
    Auk viðurkenningarinnar sem felst í því að hljóta Eyrarrósina þá fylgja með 1.650.000 krónur í peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Frystiklefinn var  Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendti verðlaunin nú síðdegis á Ísafirði. Frystiklefinn er í eigu Kára Viðarssonar leikara og leikstjóra. Í þessu gamla fiskvinnsluhúsi rekur hann menningarmiðstöð og aðsetur fyrir listafólk. Þar hafa um nokkurra missera skeið verið settir upp viðburðir sem tengjast menningu og sögu Snæfellsness. Nú í vetur hefur verið sýnd þar sýnginin MAR við fádæma aðsókn og lof gagnrýnenda.