Fjárréttir á Vesturlandi 2017
Nú fer að líða að leitum og réttum út um allt land. Hér má sjá lista yfir fjárréttir á Vesturlandi 2017.
05.09.2017
Bændablaðið birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á nokkrum stöðum eru gloppur í listanum þar sem umbeðnar upplýsingar hafa ekki borist frá heimamönnum.
Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar. Víða eru fyrri og seinni réttir og eru dagsetningar tilteknar í listanum þar sem við á.
Leitið til heimamanna
Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar.
Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á netfangið tb@bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar jafnóðum og eru aðgengilegar hér vef Bændablaðsins.
Vesturland | |
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit | sunnudaginn 17. sept. |
Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. | laugardaginn 23. sept. |
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. | sunnudaginn 10. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 24. sept. |
Brekkurétt í Saurbæ, Dal. | sunnudaginn 17. sept. |
Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. | sunnudaginn 17. sept. Kl. 14.00, seinni réttir sun. 1. okt. |
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. | laugardaginn 16. sept. |
Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. | lau. 9. sept. og sun. 10. sept., seinni réttir lau. 23. sept. |
Fróðárrétt í Fróðárhreppi | laugardaginn 16. sept. |
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. | sunnudaginn 17. sept. |
Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. | laugardaginn 23. sept. |
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. | þriðjudaginn 12. sept. kl. 10.00, seinni réttir mán. 25. sept. |
Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. | laugardaginn 16. sept. |
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. | mánudaginn 11. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 24. sept. |
Hornsrétt í Skorradal, Borg. | sunnudaginn 10. sept. kl. 10.00, seinni réttir lau. 23. sept. |
Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð | mánudaginn 25. sept. kl. 10.00 |
Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði | laugardaginn 16. sept. kl. 16.00 |
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu |
sunnudaginn 3. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 24. sept. |
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. | laugardaginn 16. sept., seinni réttir 30. sept. |
Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. | laugardaginn 23. sept. |
Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr. | mánudaginn 18. sept. |
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. | laugardaginn 9. sept. |
Mýrar í Grundarfirði | laugardaginn 16. sept. kl. 16.00 |
Mýrdalsrétt í Hnappadal | þriðjudaginn 19. sept. |
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. | laugardaginn 2. sept. |
Núparétt í Melasveit, Borg. | sunnudaginn 10. sept. kl. 13.00, seinni réttir lau. 23. sept. |
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. | miðvikudaginn 6. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 1. okt. |
Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. | laugardaginn 16. sept. |
Ósrétt á Skógarströnd, Dal. | föstudaginn 29. sept. |
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. | sunnudaginn 17. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 1. okt. |
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. | laugardaginn 23. sept., seinni réttir lau. 30. sept. |
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. | sunnudaginn 17. sept., seinni rétt 1. okt. |
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. | sunnudaginn 17. sept. kl 11.00, seinni réttir sun. 1. okt. kl. 13.00 |
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. | sunnudaginn 10. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 1. okt. |
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. | mánudaginn 11. sept. kl. 10.00, seinni réttir mán. 25. sept. |
Tungurétt á Fellsströnd, Dal. | laugardaginn 16. sept. |
Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. | sunnudaginn 17. sept. |
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. | mánudaginn 11. sept. kl. 7.00, seinni réttir mán. 25. sept. |
Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. | laugardaginn 16. sept. |
Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. | laugardaginn 23. sept. |
Fengið af vef Bændablaðsins.