Samráðsfundur Ferðamálastofu og markaðs- og áfangastaðastofum
13. desember var haldinn á árlegur fundur Markaðsstofa landshlutanna og Ferðamálastofu. Kristján Guðmundsson var fulltrúi Markaðsstofu Vesturlands á fundinum.
Markmið fundarins var að fara yfir samstarf og samstarfsfleti þessara stofnana og ræða endurnýjun samninga. Samningarnir og samstarfið byggja á þeirri forsendu að markaðsstofurnar séu lykileiningar í stoðkerfi ferðamála hvers landshluta. Þær eiga að styðja við ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga innan svæðanna í þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu.
17.12.2024
Hlutverk markaðs- og áfangastaðastofa er fjölbreytt og mikilvægt. Það felur meðal annars í sér gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana, þátttöku í stefnumótun og áætlanagerð á landsvísu, auk vöruþróunar, nýsköpunar og svæðisbundinnar markaðssetningar.
Á fundinum var einnig fjallað um rannsóknarþörf og þær rannsóknir sem Ferðamálastofa vann á árinu, auk kynningar á nýjum mælaborðum ferðaþjónustunnar. Fjallað var um Ferðatryggingasjóð og virk leyfi í hverjum landshluta, ásamt fréttum og áskorunum frá hverju svæði.
Ný ferðamálastefna til ársins 2030 hefur verið lögð fram og munu Markaðsstofur landshlutana koma að ýmsum þeim verkefnum sem þar fyrir liggja.