Samráðsfundur Ferðamálastofu og markaðs- og áfangastaðastofum
Hlutverk markaðs- og áfangastaðastofa er fjölbreytt og mikilvægt. Það felur meðal annars í sér gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana, þátttöku í stefnumótun og áætlanagerð á landsvísu, auk vöruþróunar, nýsköpunar og svæðisbundinnar markaðssetningar.
Á fundinum var einnig fjallað um rannsóknarþörf og þær rannsóknir sem Ferðamálastofa vann á árinu, auk kynningar á nýjum mælaborðum ferðaþjónustunnar. Fjallað var um Ferðatryggingasjóð og virk leyfi í hverjum landshluta, ásamt fréttum og áskorunum frá hverju svæði.
Ný ferðamálastefna til ársins 2030 hefur verið lögð fram og munu Markaðsstofur landshlutana koma að ýmsum þeim verkefnum sem þar fyrir liggja.