Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Verkefni í vinnslu

Áfangastaða- og Markaðssvið SSV (Á&M) vinnur að margvíslegum ferðamálatengdum verkefnum með hagaðilum á Vesturlandi. Ýmist er um „sífelluverkefni" að ræða þar sem sama verkefnið er gegnum gangandi ár eftir ár - eða „sprettverkefni" þar sem verkefnið hefur skilgreindan verkefnisramma; upphaf- endi og afurð. 

„Sífelluverkefni"

Verkefni sem falla undir markmið, hlutverk og áherslur í reglulegri starfsemi Á&M og unnið er að eftir því sem ástæður og efni standa til á hverjum tíma. 

Útivistarparadísin Vesturland - Lokið

Áfangastaða- & markaðssvið SSV (Á&M) vinnur samkvæmt stefnumótun Áfangastaðaáætlunar Vesturlands (ÁSÁ.Vest.). Í allri vinnu við ÁSÁ.Vest. hefur alltaf verið áhersla á vinnu við úttekt, greiningar, uppbyggingu og stýringu á áningarstöðum og útivistarleiðum á Vesturlandi.
Því er „Útivistarparadísin Vesturland“ eitt af áhersluverkefnum ÁSÁ.Vst. - sem hefur verið frá upphafi – en þróast með fenginni reynslu og framgangi verkefnanna

Verkefnisstjóri verkefnisins er Hafþór Ingi Gunnarsson.

Verkefnið fór af stað árið 2021. Þetta er viðamikið verkefni og mörgu þarf að huga að og er því áætlaður tímarammi óljós en verkþættir þess eru:

A, B, C, D greining - útskýring

Allar gönguleiðir sem hafa verið gengnar, stikaðar og hafa tilskilin leyfi frá landeigendum eru listaðar upp hér á vesturland.is. Sú lausn er þó tímabundin þar sem Ferðamálastofa og markaðsstofur landshlutanna eru í sameiningu að vinna að gagnagrunni sem nýttur verður til að birta gönguleiðir á síðum markaðsstofanna í framtíðinni ásamt ítarlegum upplýsingum um lengd, hækkun, undirlag, innviði á leiðinni, erfiðleikastig og fleira. Einnig verður hægt að hlaða leiðunum niður í smáforrit eins og Wikiloc, Strava, Relive, Garmin Connect o.s.frv. 

Borðkort 2023 - Lokið

Borðkortið sívinsæla, sem sýnir yfirlitsmynd af öllu Vesturlandi á framhlið og upplýsingar um þjónustuaðila á bakhlið, er nú í hönnun og vinnslu í samvinnu við Anok margmiðlun ehf. í Stykkishólmi.

Markaðsstofan hefur um árabil gefið kortið út árlega en vegna Covid-19 hefur ekki verið ráðist í uppfærslu síðan 2020. Sú ákvörðun var tekin á vormánuðum 2021, að ekki væri skynsamlegt að leggja vinnu í að gefa út nýtt kort, bæði vegna umhverfissjónarmiða vegna þess að það var til þó nokkur lager sem hefði þurft að farga en ekki síður vegna ráðstöfunar á fjármagni. Í stað þess að gefa út nýtt kort var ráðist í þær aðgerðir að lækka árgjöld samstarfsaðila til muna eða úr 49.900 kr. niður í 15.000 kr. +vsk. Einnig var áherslum í markaðsmálum beint að innanlandsmarkaði í stað erlendra ferðamanna í þeim tilgangi að styðja við þau fyrirtæki sem héldu rekstrinum opnum eins og hægt var á þessum óvissutímum og var fjármagni varið í markaðsátakið "Komdu með" í samvinnu við Ferðamálastofu. Átakið beindist einkum að markhópum innanlands. Okkar mat var að kröftum starfsfólks og fjármagns væri betur varið á þennan hátt. Nú eru hins vegar breyttir tímar, sem betur fer og hönnun nýs korts komin á fulla ferð.

Þó nokkrar breytingar verða á kortinu í ár. Bæði verður tekinn í gagnið nýr kortagrunnur sem mun auðvelda okkur uppfærslur næstu ára en einnig munum við bæta við topp áningastöðum/helstu náttúruseglum, hlekkjatré (Linktree) og QR kóðum til að tengja kortið betur við vefsíðuna, vesturland.is/west.is en þannig náum við að láta hvoru tveggja spila betur saman. Þessar breytingar eru byggðar, að miklu leyti, á skoðanakönnun sem við lögðum fyrir hagaðila (samstarfsaðila, upplýsingamiðstöðvar o.fl. ráðgefandi aðila) á haustmánuðum 2022 en einnig í takt við breytingar í markaðsumhverfinu og eftirspurn.

Við stefnum á að fara í okkar árlega heimsóknarúnt út á svæðin þegar við fáum afurðina í hendur en svo verður hægt að nálgast borðkortið á skrifstofunni okkar á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi og á upplýsingamiðstöðvum í landshlutanum.

Kortin eru komin og eru aðgengileg á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. 

Smellið á myndirnar hér að neðan til að opna kortið í pdf:

Borðkort 2024 - Lokið

Borðkortið sívinsæla, sem sýnir yfirlitsmynd af öllu Vesturlandi á framhlið og upplýsingar um þjónustuaðila á bakhlið, er nú í hönnun og vinnslu í samvinnu við Anok margmiðlun ehf. í Stykkishólmi.

Þó nokkrar breytingar verða á kortinu í ár. Meiri áhersla verður lögð á að tengja kortið við vefinn, vesturland.is til að stýra umferð þangað inn þar sem meiri og ítarlegri upplýsingar er að finna. Litir verða skerptir og dýpkaðir, myndum fjölgað og lögð meiri áhersla á að sýna fjölbreytta flóru afþreyingar í landshlutanum. Allar breytingar sem gerðar eru á kortinu frá ári til árs eru byggðar, að miklu leyti, á athugasemdum og samtölum við ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi en einnig í takt við breytingar í markaðsumhverfinu. 

Kortin eru komin og eru aðgengileg á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi.

Smellið á myndirnar hér að neðan til að opna kortið í pdf:

„Sprettverkefni"

Þróunarverkefni þar sem verkefnið hefur skilgreindan verkefnisramma; upphaf – endi og afurð - þar sem unnið er að þróun á einhverri afurð sem styrkir, styður og eflir ferðaþjónustu og áfangastaðinn Vesturland.

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi - Sprettverkefni Á&M 2023 - Í vinnslu

 

Stóra sprettverkefni Áfangastaða- og Markaðssviðs SSV á vorönn 2023 er að vinna með heimafólki að gerð staðbundinna leiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og skipafarþega á Snæfellsnesi.

Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Sveitarfélagið Stykkishólm, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Svæðisgarðinn Snæfellsnes og AECO (The Association of Arctic Expedition Cruise Operators – sjá: https://www.aeco.no/ ) Einnig veitir Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI aðstoð og ráðgjöf.

Markmiðið með verkefninu er að stilla saman strengi og leggja línurnar um hvernig heimafólk á Snæfellsnesi vill taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að einstaka staðir verði ekki fyrir of miklu álagi, gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.

Helsta áskorun verkefnisins er að gera stöðugreiningu og kynna sérstöðu svæðisins, vilja og væntingar heimafólks fyrir hagaðilum skemmtiferðaskipa. En einnig að kynna eðli og áherslur í skipaferðaþjónustu fyrir heimafólki og skilgreina tækifæri sem felast í móttöku skipafarþega.

Einnig er mjög mikilvægt að skerpa á tengingum og mikilvægi gagnvirkrar upplýsingagjafar, samskipta og samstarfs milli ferðaskipuleggjenda og hagaðila ferðamála á Snæfellsnesi.

Viðfangsefnið er að sammælast um staðbundnar leiðbeiningar og leiðarljós í þessari ferðaþjónustu og gestamóttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega sem bæði fyrirtækin, heimamenn og gestir geta fylgt sáttir.

Svipað verkefni var unnið sem sprettverkefni Á&M á vorönn 2022 þegar „leiðbeiningar / community guidelines“ fyrir móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega voru mótaðar með heimafólki á Akranesi í samstarfi við AECO. Afrakstur þeirra vinnu má sjá hér: https://www.aeco.no/guidelines/community-guidelines/akranes-community-guidelines/

Verkefnið sem nú er unnið að á Snæfellsnesi er þó öllu umfangsmeira en verkefnið í fyrra, þar sem það eru fleiri sveitarfélög og samstarfsaðilar í þessu verkefni, stærra landsvæði og fleiri hagaðilar sem unnið er með, og fleiri skemmtiferðaskip sem heimsækja svæðið nú þegar.

Það er því að mjög mörgu að hyggja í þessu verkefni og mjög mikilvægt að tryggja virka þátttöku heimafólks til að fá fram árangursríka vinnu og niðurstöðu á öllum svæðum.

Hér má sjá kynningu verkefnisins í heild sinni - Glærukynning fyrir verkefnið í heild sinni

Kynningar- og vinnufundur haldinn í Grundarfirði 28. mars 2023

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi - Kynning í Grundarfirði - Margrét Björk kynnir verkefnið (myndband)

↓Smellið á hnappinn hér að neðan til að sjá meira um fundinn í Grundarfirði↓

Kynningar- og vinnufundur 28.03.2023

Kynningar- og vinnufundur haldinn í Stykkishólmi 25. apríl 2023

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi - Kynning í Stykkishólmi

↓Smellið á hnappinn hér að neðan til að sjá meira um fundinn í Stykkishólmi↓

Kynningar- og vinnufundur 25.04.2023

 

15.-17 maí voru haldnir 90. mín. vinnufundir á hverju þjónustusvæði á Snæfellsnesi þar sem þátttakendur settu saman tillögur um hvert best er að vísa hópum á hverju svæði fyrir sig – þessi vinna er grunnur að leiðarvísi fyrir ferðaskipuleggjendur og fararstjóra að velja þá staði þar sem aðstaða er til staðar og gott er að koma með hópa.

Allir áhugasamir fulltrúar sveitarfélaga, hagaðilar og íbúar á hverju svæði voru hvattir til að skrá sig og taka þátt í vinnunni á þeim fundi sem haldinn var á þeirra svæði.

STUND OG STAÐUR:

  • 15. maí – kl. 17:00-18:30 - SAMKOMUHÚSIÐ ARNARSTAPA
  • 16. maí – kl. 13:30-15:00 - SJÓMINJASAFNIÐ HELLISSANDI
  • 16. maí – kl. 17:00-18:30 - SÖGUMIÐSTÖÐIN GRUNDARFIRÐI
  • 17. maí – kl. 17:00-18:30 - AMTSBÓKASAFNIÐ STYKKISHÓLMI

VIÐFANGSEFNI FUNDARINS (vinnusmiðja þátttakenda)

  • HVERT VILJA HEIMAMENN VÍSA HÓPUM
  • HVAR ER ÞJÓNUSTA Í BOÐI FYRIR HÓPA
  • HVAR ERU ÁNINGARSTAÐIR MEÐ GÓÐU AÐGENGI OG INNVIÐUM FYRIR HÓPA

 

Stöðugreiningar - Niðurstöður úr könnunum og öðrum greiningum

Kynningarfundur - fyrstu niðurstöður verkefnavinnu 30.05.2023:

 

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Akranesi - Sprettverkefni á vorönn 2022 - Lokið

Febrúar-júní 2022: Þróun og útfærsla staðbundinna leiðbeininga (community guidelines) fyrir skipafarþega sem koma í höfn á Akranesi.

Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum tóku þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta var NORA verkefni sem kom í gegn um Ferðamálastofu og var samstarfsverkefni við The Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO), þar sem þeir vinna með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Verkefnið gekk út á að heimamenn, þar sem skemmtiferðaskipa koma í höfn, lögðu línurnar og mótuðu stefnu um hvernig þeir vilja taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.

Verkefnið fólst í því að móta og setja upp „leiðbeiningar / community guidelines" fyrir móttöku skemmtiferðaskipa og gesta sem heimsækja viðkomandi stað. Viðfangsefnið var að sammælast um staðbundnar leiðbeiningar sem bæði heimamenn og gestir geta fylgt sáttir.

Hvernig vilja heimamenn bjóða skipagesti velkomna;

  • Hvers væntum við af heimsókn skipagesta inn í okkar samfélag?
  • Hvað viljum við leggja áherslu á varðandi ásýnd og móttökur skipagesta?
  • Hvað viljum við kynna fyrir skipagestum að sé í boði að skoða, sjá og upplifa?
  • Hvert viljum við beina skipagestum og hvernig ætlum við að taka á móti þeim?

Verkefnisáætlun var sett upp sem miðaði að því að vekja athygli fólks á tækifærunum sem felast í að taka á móti skipafarþegum og hvetjum þjónustuaðila til að taka þátt í þessu verkefni um stefnumótun og vöruþróun sem varðar móttöku skemmtiferðaskipa.

Hér má sjá helstu vörður verkefnisins:

Net-kynning 11. febrúar

Kynningin var send út í beinu streymi á Facebooksíðu Markaðsstofu Vesturlands þann 11. febrúar kl. 10:00.

Hér má nálgast kynninguna á FB!

Vinnustofa á Akranesi 1. mars

Vinnustofan er annar liður verkefnisins og var hún haldin á Akranesi þann 1. mars, þar sem saman komu helstu aðilar sem að verkefninu koma ásamt áhugasömum hagaðilum sem fengu tækifæri til að taka þátt í að setja saman ákveðnar viðmiðunarreglur fyrir gesti skemmtiferðaskipa á Akranesi og gestgjafa þeirra.

Dagskrá vinnustofu

13:00 - 13:05 Vinnusmiðja byrjar

13:05 - 13:15 Kynning Markaðsstofu Vesturlands

13:15 - 13:30 Kynning á AECO og uppsetningu á viðmiðunarreglum

13:30 - 14:20 Umræður um ferðaþjónustu og áskoranir í ferðaþjónustu á Akranesi

14:20 - 14:35 Stutt hlé

14:35 - 15:30 Þátttakendum er skipt í hópa sem vinna að lausnum á áðurnefndum áskorunum í formi viðmiðunarreglna

15:30 - 15:50 Þátttakendur kynna sínar niðurstöður

15:50 - 16:00 Umræður um innleiðingu á viðmiðunarreglum og næstu skref

16:00 Vinnusmiðja endar

Lokaafurð

Staðbundinn leiðarvísir veitir gestum hjálpleg tilmæli áður en komið er á hvern stað. Hann inniheldur ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig eigi að vera tillitsamur gestur. Meðal annars hvetur leiðarvísirinn gesti til að njóta bæjarins og landslagsins, en láta gróður, dýr og menningararf ósnortna. Gestum er bent á að um að biðja um leyfi áður en þeir taka myndir af bæjarbúum, til þess að forðast að rjúfa friðhelgi þeirra. Leiðarvísirinn bendir einnig á markverða staði og gönguleiðir.

Eignarhald bæjarbúa er lykilatriði - Allir þeir leiðarvísar sem búnir voru til á Íslandi, voru gerðar af bæjarbúum, eftir skapalóni og með aðstoð frá samtökum leiðangursskipa á norðurslóðum (AECO).

Ilja Leo Lang, Verkefnastjóri samfélagsþátttöku hjá AECO, sem hefur unnið að gerð leiðarvísanna segir að „framtak og þátttaka bæjarbúa við gerð leiðarvísanna er lykillinn að velgengni. Það hefur verið hreint ótrúlegt að vera vitni að vinnusemi bæjarbúa í þessu ferli. Ef ég hef lært eitthvað af þátttökunni í hinum mörgu vinnustofum þá er það mikilvægi þess að koma fólki saman og skapa rými til þess að ræða ferðaþjónustu, hvað má og hvað má ekki – og að sjá hvernig slíkar umræður skapa betri skilning, meiri þátttöku og eignarhald.“

AECO hefur innleitt margar leiðbeiningar, staðla og verkfæri til þess að tryggja umhverfisvænar, öruggar og tillitssamar leiðangurssiglingar á Íslandi. Þar má nefna rakningu skipa, mat á starfsfólki um borð og eftirlit, auk þess að þróa staðbundna leiðarvísa á Svalbarða, Grænlandi, Kanada og Noregi. Það er frábært að sjá fleiri bæjarfélög á Íslandi taka þetta verkfæri í notkun og gera að sínu. Það er einnig mikilvægt að nefna að öll þau bæjarfélög sem þróað hafa leiðarvísa hafa ákveðið að þeir séu ekki aðeins fyrir gesti á skemmtiferðaskipum, heldur fyrir allt það ferðafólk sem heimsækir bæinn.

Alla staðbundna leiðarvísa og aðrar leiðbeiningar má finna á heimasíðu AECO.

Afurð verkefnisins má sjá hér: Community Guideslines for Akranes

Ferðapakkar/ferðaleiðir

ÁSV kemur að þróun á ferða- og þemaleiðum um svæðin fjögur á Vesturlandi, þ.e. svæðið sunnan Skarðsheiðar, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali. Ferðaleiðirnar eru ákveðnar leiðir um svæðin þar sem notast er við þemu og sérstöðu til þess að draga fram sérstaka upplifun fyrir gesti svæðisins. Þátttaka í ferðaleiðum felur í sér að hag- og þjónustuaðilar komi sér saman um ákveðin gildi og framsetningu sem varða aðgengi og þjónustu til þess að móta heildræna upplifun fyrir gestinn. Ferðaleiðir styrkja ímynd svæða, koma sérstöðu svæðisins á framfæri og styðja við markaðsetningu.

Ferðapakkar/ferðaleiðir á Akranesi, Hvalfirði og Kjós

Okkur fannst NORA-verkefnið (þróun og útfærsla á "community guidelines") vera kjörið tækifæri til að hvetja þjónustuaðila á svæðinu til samstarfs við að gera ferðapakka til að bjóða skipafarþegum. Við ákváðum því að bjóða samstarfsaðilum Á&M upp á að taka þátt í sprettverkefni í vöruþróun til að setja saman nokkra upplifunar-, þjónustu- og ferðapakka sem henta skipafarþegum sem koma í land á Akranesi. Þá erum við aðallega að horfa til þjónustuaðila sem starfa á Akranesi, Hvalfirði og Kjós – eða á því svæði sem ætla má að geti boðið skipagestum upp á upplifun og ferðapakka meðan skipið stoppar í höfn á Akranesi.

Vinnusmiðja á Laxárbakka 21. mars

Í framhaldi af NORA verkefninu var haldin vinnusmiðja á Hótel Laxárbakka þann 21. mars, kl. 13:30-15:30 þar sem öllum þjónustuaðilum á Akranesi og nágrenni, Hvalfirði og Kjós var boðið að taka þátt í "sprettverkefni" í vöruþróun til að setja saman ferðapakka/ferðaleiðir fyrir hvert svæði til að markaðssetja og kynna fyrir farþegum skemmtiferðaskipa sem koma í höfn á Akranesi. Þetta var ca. 2 tíma vinnufundur þar sem þátttakendur unnu að stefnumótun og skilgreiningu á ferðaleið/ferðapakka fyrir Hvalfjarðarhringinn. Markmiðið er að hægt sé að nota ferðapakkana/ferðaleiðirnar í alla markaðssetningu fyrir þetta svæði.

Hér má skrá sig til þátttöku í sprettverkefnið (samstarfsaðilar)

 

Ferðapakkar/ferðaleiðir á Borgarfjarðarsvæðinu - Í vinnslu

Stýrihópur:

Kannanir:

  • Andi ferðaleiðar - hér verða settar inn niðurstöður úr könnun
  • Áningastaðir - hér verða settar inn niðurstöður úr könnuna

Kynningafundur 26. apríl á Fosshótel Reykholti

Kynningafundur 17. maí á Landnámssetri Íslands