Gisting í kyrrð og rósemd í íslenskri náttúru og sveitaumhverfi í fjallasal.
Erum með tvo 27 m2 huggulega bústaði sem passa best tveim en það komast fjórir en þá helst börn aukalega frekar en fullorðnir. Einn 35 m2 vel búinn bústað f. fjóra og svo fjögurra herbergja gistiheimili með sameiginlegu baðherbergi. Eldunaraðstaða í öllum húsum og sameiginlegur aðgangur að heitum pottum. Bókum ekki hópa.