Selið Gistiheimili er staðsett í gamla húsinu á bænum Leirulækjarseli á Mýrum, u.þ.b. korters akstur frá Borgarnesi.
Við bjóðum upp á fimm tveggja manna herbergi með sameiginlegum baðherbergjum, fullbúnu eldhúsi og stofu. Net og aðgangur að þvottavél og þurrkara. Hægt að leigja allt húsið eða stök herbergi.
Gistiheimilið var opnað vorið 2024. Við bjóðum upp á friðsælt umhverfi, ríkt af sögu og fuglalífi og frábært útsýni m.a. á Snæfellsjökul, Hafnarfjall og Akranes.
Gestirnir okkar eru velkomnir að heilsa upp á dýrin okkar, hesta, kindur, hænur, hunda og kött.