Kirkjufell Hotel er við sjávarsíðuna, upphaflega byggt sem verbúð fyrir sjómenn árið 1954. Það er staðsett í Grundarfirði, litlu sjávarþorpi á Snæfellsnesi. Stutt er í allar helstu náttúruperlur Snæfellsness.
Á hótelinu eru 29 þægileg herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, te og kaffi, sjónvarp og hárþurrku. Þráðlaust internet er aðgengilegt á öllu hótelinu fyrir gesti.