Hótel Hafnarfjall er sveitahótel með 17 herbergjum og 5 bústöðum. Öll herbergi hafa þráðlaust netsamband og sérbaðherbergi.
Heitur pottur og sauna er í boði fyrir hótelgesti.
Hótelið er staðsett undir Hafnarfjalli sunnan Borgarfjarðarbrúar andspænis Borgarnesi, rétt um 70 km. frá Reykjavík.
Kyrrð, rólegheit og náttúrufegurð skipa öndvegi hjá Hótel Hafnarfjalli.