Hótel Basalt er staðsett í Lundarreykjadal umvafið yndislegu íslensku sveitaumhverfi. Við bjóðum upp á 13 vel útbúin herbergi og veitingastað sem framreiðir mat frá morgni til miðnættis. Vegurinn um Lundarreykjadal tengir saman Vesturland og Suðurland yfir Uxahryggi og í gegnum Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Frá Uxahryggjum liggur einnig Kaldadalsvegur þaðan sem hægt er að komast um hálendi Íslands, að Langjökli og niður að Húsafelli svo dæmi séu tekin.