Gistiheimilið, Milli vina, er staðsett í afslappandi og rólegu umhverfi á Hvítárbakka í Borgarfirði sem er um það bil 90 km frá Reykjavík.
Gistiheimilið býður upp á 6 herbergi ásamt aðgengi að stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, tveimur baðherbergjum og eldhúsi. Einnig eru tveir tvíbreiðir svefnsófar í stofunni. Umhverfis húsið er fallegur garður og heitur pottur með náttúrulegu, heitu vatni beint úr Deildartunguhver.
Hægt er að leigja allt húsið í heild sinni eða hvert herbergi fyrir sig. Húsið rúmar allt að 15 manns.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.