Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veiðisögur í Landbúnaðarsafni

15. nóvember kl. 18:00

TAKIÐ DAGINN FRÁ!
Á næsta ári mun sýningin Saga laxveiða í Borgarfirði opna í Landbúnaðarsafni. Af því tilefni ætlum við að þjófstarta gleðinni og bjóða til sagnakvölds í safninu þann 15. nóvember. Þar munu nokkrir galvaskir kappar stíga á stokk og segja veiðisögur. Hvers konar sögur eru þetta og af hverju eru þær svona stór hluti af laxveiðum?
Þessum spurningum verður óljóst svarað, ef þá nokkuð - en það er nokkuð ljóst að það verður gaman! Boðið verður upp á léttar veitingar og munu frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.