Myndlistarsýning sumarsins 2022 verður opnuð í Sýningarrými Nýpur á Skarðsströnd laugardaginn þ. 28. maí kl. 15:00.
Það er Brák Jónsdóttir, myndlistamaður sem hefur unnið verk sérstaklega fyrir sýningarrýmið.
Verkið byggir á athugunum hennar á stað, umhverfi og náttúru við Breiðafjörð og að Nýp.
Sýningin er hluti af Menningardagskrá að Nýp 2022.
Helgina 1. – 3. júlí nk. verður sýningin opin kl. 14-17.
Uppbyggigarsjóður Vesturlands styður við viðburði að Nýp sumarið 2022.
Annars er sýning Brákar opin skv. samkomulagi.
Vinsamlega hringja í síma 8961930 .