Árlegt Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 9.-13. desember frá kl. 10:00-22:00
Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskukennslu og upplýsingatækni.
Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni" föstudaginn 13. desember kl. 13:00 og er von á góðum gestum í hljóðstofu.