Hinseginhátíð Vesturlands fer fram helgina 22. - 24. júlí í Snæfellsbæ, nánar tiltekið í Ólafsvík.
Það verður líf og fjör í sveitarfélaginu á meðan fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar stendur yfir, en þó má gera ráð fyrir að hátíðin nái hámarki á laugardeginum þegar fjölbreytileikanum verður fagnað með Gleðigöngu til að styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlandi.
Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.