Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

HEIMÞRÁ samsýning

24. október kl. 18:00
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Heimþrá, fimmtudaginn 24. október kl. 18, í Hafbjargarhúsi sem stendur nálægt vitunum á Breið á Akranesi. Höfundar sýningarinnar eru Blik Studio, Steinunn Eik og Studio Allsber.
Sýningin Heimþrá er samsýning ólíkra listamanna, hönnuða og ljósmyndara sem hver á sinn hátt fjalla um hugtakið heimþrá í víðum skilningi. Verkin á sýningunni eru ýmist innblásin af æskuminningum höfunda, nostalgíu um hluti sem ekki eru lengur til staðar og landslaginu sem umlykur bæinn. Seinustu mánuði hafa höfundar sýningarinnar velt fyrir sér spurningunni um hvað það er sem vekur upp heimþrá og hvað fyrirbærið heima þýðir. Þau hafa jafnframt rannsakað efnivið, liti og staði í náttúru bæjarins og velt fyrir sér sögulegum kennileitum eins og fallna sements strompnum.
Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Vökudögum.
 
- Hlökkum til að sjá ykkur!
 
Sýningin stendur til 3. nóvember

GPS punktar

N64° 18' 36.794" W22° 5' 32.781"

Staðsetning

Hafbjargarhúsið á Breið