Upplýsingar um verð
6900
Hljómsveitin Gildran í Bíóhöllinni á Akranesi 20. september. Strákarnir fara yfir ferilinn og taka öll sín bestu lög á kraftmiklum tónleikum.
Það eru nær 40 ár síðan bandið kom fyrst fram og hafa þeir ekki spilað á Akranesi síðan í september 1992 á Skagarokk. Skagarokk eru sennilega sögufrægustu tónleikar sem haldnir hafa verið í kaupstaðnum. Gildran kom þar fram ásamt ekki minni spámönnum enn hljómsveitunum Black Sabbath og Jethro Tull.
Í fyrra eftir langt hlé mætti Gildran aftur á sjónarsviðið og má segja að þeirra hafi verið sárt saknað því uppselt hefur verið á alla tónleika síðan.
Miðasala á Tix.is
Forsöluverð: 6900.-kr
Við hurð: 7900.-kr