Svöðufoss gönguleið
Svöðufoss á Snæfellsnesi er fallegur foss í Hólmkelsá, skammt frá Rifi. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum
basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði í nágrenni við fossinn, búið er að setja upp járngrindur ásamt mottum til að komast að fossinum. Allt aðgengi er fyrsta flokks og er hægt að koma vögnum og
hjólastólum alla leið að fossinum.
Svæði: Snæfellsnes (milli Rif og Ólafsvík).
Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574) og beygt inn við Svöðufoss afleggjara.
Erfiðleikastig: Auðveld leið
Vegalengd: 1.18km.
Hækkun: 20 metra hækkun.
Merkingar á leið: Engar merkingar.
Tímalengd: 17 mín.
Yfirborð leiðar: Mottur, hlaðnir stígar og járngrindur
Hindranir á leið: Engar hindranir.
Þjónusta á leið: Engin þjónusta.
Upplýst leið: Óupplýst leið.
Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins.
GPS hnit upphaf: N64°54.0155 W 023°48.6369
GPS hnit endir: N64°54.0155 W 023°48.6369