Vatnshellir á Snæfellsnesi
Vatnshellir á Snæfellsnesi er sérkennilegur hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns og er talinn vera um 5-8000 ára gamall. Hellirinn er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja.
Vatnshellir hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn. Nánari upplýsingar eru veittar á vefsíðu Summit Adventure Guides .