Ólafsdalur í Dölum
Á bænum Ólafsdal í Dölum var fyrsti búnaðarskóli Íslands starfrækur, 1880-1907. Þar stofnaði Torfi Ólafsson skóla upp á eigin spýtur.
Auk skólans var einkum mikilvægt framlag hans til bættra vinnubragða og tækjabúnaðar í landbúnaði sem vert er að minnast. Ekki síst tilkoma skoskra ljáa sem hann lét gera og flutti til landsins sem breyttu mjög miklu fyrir íslenska bændur á þeim tíma.
Bærinn Ólafsdalur er í samnefndum dal sem gengur til suðurs úr innanverðum Gilsfirði. Þar stendur myndarlegt skólahús, frá 1896 og er opið gestum á sumrin.
Margar minjar eru einnig í Ólafsdal bæði um byggingar og einnig jarðrækt. Í Ólafsdal er minnisvarði af Torfa og Guðlaugu konu hans eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara.
Ólafsdalsfélagið vinnur að viðhaldi og endurreisn staðarins.