Klofningur í Dölum
Af Klofningi í Dölum er einstaklega fagurt útsýni meðal annars yfir eyjarnar á Breiðafirði og yfir á Snæfellsnes. Uppi á klettinum við þjóðveginn er hringsjá þar sem hægt er að átta sig á nánasta umhverfi.
Klofningur í Dölum, er fremsti hluti fjallgarðs sem nefnist Klofningsfjall og skiptir Breiðafirði í tvo hluta. Fremst á Klofningi mætast Fellsströnd og Skarðsströnd og liggur akvegurinn um skarð, Klofningsskarð. Landeyjarnes liggur þar fyrir
neðan. Á þessu svæði má oft sjá haferni.
Fyrrum var Klofningshreppur sér sveitarfélag, sem varð til árið 1918 við skiptingu Skarðsstrandarhrepps í Klofningshrepp og Skarðshrepp. Árið 1986 var Klofningshreppi síðan skipt á milli nágrannahreppana Skarðs- og Fellsstrandarhrepps.