Húsafell
Náttúran við Húsafell í Borgarfirði einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skógi sem teygir sig upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist svo hraunið með sínum tæru uppsprettulindum og lækjum.
Húsafell er umlukið fjallahring þar sem tignalegir tróna yfir jöklarnir Ok, Langjökull og Eiríksjökull og frá þeim koma hvítfyssandi jökulár. Náttúran á Húsafelli er rík af auðlindum sem gefur af sér heitt og kalt vatn ásamt fjölskrúðugu fuglalífi. Það má með sanni segja að náttúran við Húsafell sé perla milli hrauns og jökla.
Göngukort af svæðinu hér