Hreðavatn í Borgarfirði
Hreðavatn í Borgarfirði liggur í einstaklega fögru umhverfi, í kvos milli hrauns og fjalla. Það er aðgengilegt veiðivatn, nærri háskólaþorpinu á Bifröst. Í því eru nokkrir gróðri vaxnir hólmar, stærstur þeirra er Hrísey.
Veiðileyfi í vatnið fæst með kaupum á Veiðikortinu.
Umhverfi Hreðavatns er viðbrugðið sökum náttúru- og litafegurðar og fjölmargar gönguleiðir er að finna í nágrenninu, meðfram og kringum vatnið.
Suðvestan við vatnið liggur útivistarparadísin, Jafnaskarðsskógur, í landi Jafnaskarðs, sem vinsælt er að ganga um.