Gatklettur
Gatklettur á Snæfellsnesi er sérkennilegur sjávarklettur nálægt Arnarstapa. Kletturinn er leifar af berggangi þar sem sjórinn hefur rofið sérstætt gat á bergganginn.
Vinsæl gönguleið er meðfram ströndinni milli Hellna og Arnarstapa og liggur leiðin þá fram hjá Gatkletti.
Mikið fuglalíf og brim er á svæðinu.