Daníelslundur
Daníelslundur í Borgarfirði er skógarlundur rétt fyrir neðan bæinn Svignaskarð. Staðurinn er tilvalinn áningarstaður til útivistar fyrir alla aldurshópa og er í alfaraleið, við þjóðveg nr. 1.
Í skóginum eru góðir göngustígar, rjóður með bekkjum og borðum ásamt grilli. Mikilvægt er að göngustígum sé fylgt, viðkvæmum gróðri sé hlíft og að gestir hirði rusl eftir sig.
Efst í lundinum er gott útsýni. Ekið er inn á bílastæði af þjóðveginum.