Upplifðu töfra jólasveinanna inní jökli um jólin!
Upplifðu ógleymanlega jólagleði með fjölskyldunni í stærstu manngerðu ísgöngum heims! Fjörugir jólasveinar taka á móti ykkur á tímabilinu 20. desember til 2. janúar og búa til sannkallaða hátíðarstemningu í ísgöngunum!
Hittu jólasveinana!
Þegar þú bókar ferð á tímabilinu 20. desember – 2. janúar taka jólasveinarnir vel á móti ykkur.
Keyrt er á Langjökul og að ísgöngunum frá Húsafelli sem er staðsett í aðeins 2 tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta er því kjörin leið til að verja deginum með fjölskyldunni í aðdraganda jóla og skapa góðar jólaminningar í hjarta jökulsins. ❄️