Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Írskir Dagar Akranesi

2.- 7. júlí

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Írskir dagar

Skagamenn eru af írskum uppruna, það fer ekkert á milli mála. Þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna, eru lífsglaðir og skemmtilegir heim að sækja og miklir baráttujaxlar, ekki síst á fótboltavellinum! Írar námu land á Skaga á fyrstu árum Íslandsbyggðar en nafnið Akranes kom til síðar og er dregið af kornrækt og akuryrkju sem þótti heppileg á hinu frjósama landi sem er á nesinu.

GPS punktar

N64° 19' 1.490" W22° 5' 0.064"

Staðsetning

Akranes