Tjaldstæðið í Stykkishólmi er staðsett í jaðri bæjarins og öll aðstaða þar eins og best verður á kosið. Þráðlaus nettenging er á svæðinu og öll þjónusta í göngufæri, s.s. sundlaug, verslanir og veitingahús. Afgreiðsla fyrir svæðið er í golfskála Golfklúbbsins Mostra, sem staðsettur er fyrir innan tjaldsvæðið.
Salerni - á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er salernisaðstaða á 2 stöðum, þjónustuhúsi og í golfskála. Þetta eru 14 vatnssalerni. Vaskaaðstaða er við öll salerni og einnig eru útivaskar til að þvo leirtau ofl.
Sturtur - 2 útisturtur með heitu vatni eru við nýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu sem gestir tjaldsvæðisins geta nýtt sér endurgjaldslaust.
Þvottavél og þurrkari - á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er aðgangur að þvottavél og þurrkara í golfskálanum. Greitt er sérstaklega hjá tjaldsvæðisvörðum fyrir hvern þvott/þurrkun.
Upplýsingar - tjaldsvæðaverðir veita allar upplýsingar um tjaldsvæðið. Þeir eru oftast á svæðinu á milli kl.8 og 22. Ekki er víst að á öllum tímum sé hægt að hitta á þá í þjónustuhúsi, því þeir þurfa að sinna ýmsum verkefnum á svæðinu s.s. þrifum og þess háttar.
Rafmagn - rafmagnstöflur eru víðsvegar um tjaldsvæðið sem gestir geta fengið aðgang að. Sérstök millistykki þarf til að tengjast töflunum en þau fást hjá tjaldvörðum.
Verð 2022
Verð fyrir fullorðna: 1.600,- kr.
Verð fyrir börn: frítt fyrir 15 ára og yngri
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.100,- kr.
Rafmagn: 1.100,- kr.