Staðsett við útjaðar bæjarins að austanverðu, við Hvalsá. Klósett, sturta, heitt og kalt rennandi vatn, eldunaraðstaða, úrgangslosun og rafmagn.
Leiktæki eru einnig á svæðinu. Svæðið er nokkuð slétt og er girt af. Tjaldstæðið er skjólgott og er í 10 mín göngufæri frá miðbæ Ólafsvíkur, 15 mín ganga er í sundlaugina og pósthúsið. Margar góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu í Ólafsvík. Tjaldsvæðið er í umsjón Upplýsingamiðstöðvar Snæfellsbæjar sem er staðsett í Ólafsvík.
Verð 2022
Fullorðnir: 1.700,- kr.
Unglingar 14-16 ára: 500,- kr.
Frítt fyrir 13 ára og yngri
Aldraðir og öryrkjar: 1.200,- kr.
Rafmagn: 800,- kr.
Sturtur eru innifaldar í verðunum.