Kast Guesthouse er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það liggur neðan við Lýsuskarð sem er fallegt skarð á milli Lýsuhyrnu í austri og Ánahyrnu í vestri. Nafn gistiheimilisins er dregið af kyrrlátri og grasi vaxinni sléttu ofan við gistiheimilið þar sem merar kasta gjarnan og ala folöldin sín.