Á Arnarstapa Center bjóðum við uppá mismunandi gistimöguleika. Hjá okkur getur þú valið gistingu með sérbaði á Hótel Arnarstapa eða fjölskylduíbúðirnar okkar sem hýsa 5 manns hver. Vinsælu smáhýsin henta afar vel fyrir þá sem vilja aðeins meira næði. Svo er gistiheimilið okkar góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu með sameiginlegri aðstöðu. Fyrir stórfjölskylduna þá bjóðum við upp á níu manna fjölskylduhúsið Fell sem er einnig kjörið fyrir vinahópinn. Síðast en ekki síst þá eru tjaldstæðin okkar nýlega uppgerð og smellpassa fyrir fellihýsi, hjólhýsi og tjöld. Þar er sameiginleg snyrti- og salernisaðstaða.