Tjaldsvæðið stendur í miðju Búðardals í fallegum trjálundi. Þjónustuhús með heitu og köldu vatni, eldunaraðstöðu, sturtu og þvottaaðstöðu. Aðgangur er að rafmagni og losun fyrir þurrsalerni. Í nágrenninu er verslun, hraðbanki, veitingasala, kaffihús, íþróttavöllur, sparkvöllur og leikvöllur.
Það eru Dalahestar sem reka tjaldsvæðið Búðardal.