Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vikulegir viðburðir í Snæfellsjökulsþjóðgarði

3. júlí - 28. ágúst

Fjölbreyttir og fræðandi viðburðir með landverði alla miðvikudaga í júlí og ágúst.

Allir viðburðir hefjast kl. 11:00.

3.júlí Arnarstapi – Hellnar

Sláist í för með Landverði til að fræðast um sögu og náttúru svæðisins. Hittumst á bílastæði við höfnina á Arnarstapa.

Gangan tekur um 1,5 klukkustund.

10.júlí Sandhólar – Djúpalón – Dritvík

Gestir hitta landvörð á bílastæði við Sandhóla og er gengið að Dritvík.

Gangan tekur um 2 klukkustundir.

17.júlí Fuglaskoðun Svalþúfa

Landvörður aðstoðar áhugasama við að bera kennsl á fugla ásamt því að fræða um lífshætti þeirra og atferli. Gott að hafa með sér góðan sjónauka en landvörður verður með nokkra sjónauka með sér. Aðgengilegt fyrir hjólastóla.

Gestir mega mæta milli klukkan 11 og 13 við Svalþúfu.

24.júlí Hreggnasi

Fjallganga upp Hreggnasa. Hist verður við gatnamót Útnesvegar og Eysteinsdalsvegar og gengið að göngubrúnni yfir Móðulæk í mynni Eysteinsdals.

Gangan tekur um 2 klukkustundir.

31.júlí – Alþjóðadagur landvarða

Við bjóðum gestum að taka þátt í alþjóðadegi landvarða.

Gengið verður frá Gestastofuni á Malarrifi og áleiðis að Lóndröngum. Landverðir munu segja frá störfum landvarða á Íslandi og um heim allan.

7.Ágúst Eyrahringur

Ganga um Eyrar og Lambhagatjarnir með Landverði. Skoðað verður fjölbreytt lífríki og mannvistarleifar.

Gangan tekur um 1,5-2 tíma

14.ágúst Öndverðarnes – Grashólshellir – Vatnsborg

Gengið verður um Neshraun og fræðst um Jarðfræði svæðisins. Gangan er í lengra lagi svo það er gott að hafa með sé nesti og vatn.

Hist verður við Vatnsborgarbílastæði. Gangan tekur 3 klst.

21.ágúst Fjörudagar í Krossavík

Skemmtileg fræðsluganga fyrir alla fjölskylduna í Krossavík.

Við fræðumst um lífið í fjöruni og gægjumst í fjörupolla.

Gengið verður frá Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs.

28.ágúst Gufuskálar – Fiskbyrgi

Ganga um Gufuskála og upp í fiskbyrgin. Við skoðum sögu svæðisins og fræðumst um samskipti manns og hafs.

Hist verður við Ískrabrunn. Gangan tekur um 2 klukkustundir.

 

 

 

 
 

 

Staðsetning

Mismunandi staðsetningar á Snæfellsnesi

Sími

Lengd

1,5 - 3 klst.