Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tríó Sól & Atli Arnarsson í kirkjunni á Borg á Mýrum

12. júlí kl. 17:00-18:00
Tríó Sól og Atli Arnarsson bjóða til tónleika í fallegu Kirkjunni á Borg á Mýrum, Borgarnesi, föstudaginn 12. júlí 2024 kl. 17:00. Á dagskrá verður klassísk og þjóðlagaskotin tónlist í flutningi tríósins ásamt tónlist af væntanlegri plötu Atla; Stígandi.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðinni Öldur og er aðgangur ókeypis. https://www.facebook.com/events/1129129358189308/
~~
Atli Arnarsson er tónlistarmaður frá Reykjavík, búsettur í Kaupmannahöfn. Hann vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, Stígandi, sem er innblásin af sjóslysi sem varð árið 1967. Afi hans Atla var að vinna á síldarskipinu Stíganda ÓF 25 þegar það sökk langt norður í hafi og áhöfnin endaði á að þurfa að bíða í björgunarbátum í fimm sólarhringa, þar til þeir fundust og björguðust allir. Auk þess að gera tónlist, stundar Atli einnig nám í hljóðhönnun í Den Danske Filmskole.
~~
Tríó Sól er strengjatríó sem samanstendur af fiðluleikurunum Emmu Garðarsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og víóluleikaranum Þórhildi Magnúsdóttur. Þær hafa komið fram á fjölda tónleika á Íslandi og erlendis en flytja oft óþekkt verk og nýsmíðar auk spuna og skapa þannig einstaka og skemmtilega tónleikaupplifun. Þær hafa allar stundað nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn, en þær kynntust ungar í Suzuki-tónlistarnámi í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
~~
~ Tónleikaferðin er styrkt af Rannís ~

GPS punktar

N64° 33' 40.869" W21° 54' 56.864"

Staðsetning

Borg á Mýrum