Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Söngvar að heiman

23. júlí kl. 17:00-18:00

Upplýsingar um verð

2500

Söngvar að heiman

Borgarneskirkja þann 23. Júlí klukkan 17. 
Grundafjarðarkirkja þann 25. Júlí klukkan 17
Stykkishólmskrikja þann 28. Júlí klukkan 17 


Tónleikar með  íslenskum einsöngslögum, tvísöng og dúettum eftir tónskáld og ljóðskáld frá Vesturlandi; allt frá Agli Skallagrímssyni og Hallgrími Péturssyni til Önnu Þorvaldsdóttur.

Flytjendur eru Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzósópran, Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir píanóleikari en þær eru nýlega útskrifaðar úr tónlistarnámi í Hollandi og Þýskalandi. Allar eru þær ættaðar frá Vesturlandi og vilja með þessum tónleikum leggja sitt að mörkum til að enn auðga menningarframboð Vesturlands.

Tónleikarnir eru tilvalið tækifæri til kynnast tónlistarmenningu landshlutans betur. Tónleikarnir styrktir af uppbyggingasjóði Vesturlands og Listvinafélagi Grundafjarðarkirkju
Þeir verða endurteknir í Grundafjarðarkirkju þann 25. Júlí klukkan 17 og Stykkishólmskirkju þann 28. Júlí klukkan 17.

Lengd tónleika eru rúmar 50 mínútur 

GPS punktar

N64° 32' 12.946" W21° 55' 18.640"

Staðsetning

Borgarneskirkja

Sími