Sundlaugin Hreppslaug
Hreppslaug er einstök að því leiti að vatnið í laugina kemur út heitum uppsprettum úr hlíðinni fyrir ofan. Laugin er rekin af Ungmennafélaginu Íslending en laugin var byggð 1928.
Síðustu 95 árin hafa…
Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Guðrúnarlaug í Dölum er hlaðin laug um 20 kílómetra frá Búðardal, staðsett að Laugum í Sælingsdal. Hún er opin allt árið og er frítt í hana.
Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á sama stað. Í Sturlungu er einnig getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.
Talið er að upphaflega laugin hafi eyðilagst í skriðuhlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.
Absorb Iceland | Rósarimi 1 | 112 Reykjavík | 695-5566 |