Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Háafell Lodge

- Sumarhús

Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél. 

Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn. 

Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði. 

Háafell Lodge

Háafell Lodge

Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búi
Svarfhóll

Svarfhóll

Gisting í kyrrð og rósemd í íslenskri náttúru og sveitaumhverfi í fjallasal. Erum með tvo 27 m2 huggulega bústaði fyrir tvo en komast fjórir, einn 35
Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Ferðaþjónustan Erpsstöðum

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september,
Gistiheimilið Sauðafelli

Gistiheimilið Sauðafelli

Sauðafell er bær í Miðdölum og stendur undir felli með sama nafni. Bærinn er nefndur í Landnámu, kemur við sögu í Sturlungu og var einnig sögusvið atb