Finnst þér gaman að syngja jólalögin? Hvert er þitt uppáhald? Komdu í Akraneskirkju á miðvikudögum á aðventunni og syngdu með okkur!
Bjart er yfir Betlehem, Snjókorn falla, Forðum í bænum Betlehem, Hvít jól, Hátíð í bæ... og fleiri og fleiri.
Jólasöngur alla miðvikudaga á aðventunni í Akraneskirkju kl. 17:15. Hilmar Örn leikur undir og félagar úr Kór Akraneskirkju leiða sönginn. Dásamleg samverustund fyrir alla í fjölskyldunni.
Komdu og syngdu með!